Undir Hvelfing Helgafells 2010

Undir hvelfing Helgafells

Upp undir hvelfing Helgafells
hlýlegum geislum stafar;
frænda sem þangað fór í kvöld
fagna hans liðnir afar;

situr að teiti sveitin öll,
saman við langeld skrafar,
meðan oss hina hremmir fast
helkuldi myrkrar grafar.