Látrabjarg 2010

Látrabjarg

Alvotur stendur upp að knjám
öldubrjóturinn kargi
kagandi fram á kalda röst
kvikur af fuglaþvargi;

býsn eru meðan brothætt jörð
brestur ekki undir fargi
þar sem á hennar holu skurn
hlaðið var Látrabjargi.